Á þessari síðu er hægt að finna helstu upplýsingar um gæðingshryssuna Taktík frá Ólafsvöllum og afkomendur hennar. Undan henni eru skráð tólf afkvæmi og hafa tvö þeirra verið sýnd í fullnaðardóm og eru með fyrstu verðlaun en það eru stóðhestarnir Tónn frá Ólafsbergi og Kalmann frá Ólafsbergi. Þeir eru báðir staddir erlendis og fáum við reglulega fréttir af þeim og afkvæmum þeirra. Taktík er því miður fallin frá en öll afkvæmi hennar eru skráð frá Ólafsbergi en eigandi hennar var Ólafur Örn Ólafsson og kennir hann ræktun sína við Ólafsberg.
www.olafsberg.com / www.olafsberg.is
[email protected]
[email protected]