Við leitum að starfskrafti
Við erum að leita að vönum þjálfara til að þjálfa fyrir okkur. Um er að ræða fullt eða hálft starf eftir samkomulagi. Einstaklingurinn þarf að geta unnið sjálfstætt og vera vanur hrossum á öllum þjálfunarstigum.
Erum staðsett í Mosfellsdal, möguleiki á að búa á staðnum og aðgangur að bíl. Allar nánari upplýsingar á [email protected] |
2016 hryssuárið mikla
Okkur fæddust 7 folöld þetta árið og voru það allt hryssur. Urðum því miður fyrir því óláni að missa rauðskjótta hryssu undan Veronu frá Árbæ og Kinnskæ frá Selfossi.
Taktík okkar kom loksins með hryssu eftir nokkur hestaár og fengum við brúnstjörnótta prinsessu undan Snillingnum Stormi frá Herríðarhóli og verður gaman að sjá hvernig hún þróast í framtíðinni. En aðrir hestar sem við fengum folöld undan voru þeir Glæsir frá Árbæ, Sindri frá Vatnsleysu og Blævar frá Stóru-Ásgeirsá.
Allar fóru þær aftur í stóðhest en í ár notuðum við gæðinga eins og Sæ frá Bakkakoti, Thór Stein frá Kjartansstöðum og Vák frá Vatnsenda og verður gaman að sjá hvað kemur út úr því næsta vor. En Taktík fór aftur undir Sæ og verður gaman að sjá hvort við fáum ekki þriðja gæðinginn undan þeim og kannski bara hryssu í þetta sinn. Verona frá Árbæ fór undir Thór Stein og verður spennandi að sjá hvort við fáum ekki eitthvað spennandi þar.
Taktík okkar kom loksins með hryssu eftir nokkur hestaár og fengum við brúnstjörnótta prinsessu undan Snillingnum Stormi frá Herríðarhóli og verður gaman að sjá hvernig hún þróast í framtíðinni. En aðrir hestar sem við fengum folöld undan voru þeir Glæsir frá Árbæ, Sindri frá Vatnsleysu og Blævar frá Stóru-Ásgeirsá.
Allar fóru þær aftur í stóðhest en í ár notuðum við gæðinga eins og Sæ frá Bakkakoti, Thór Stein frá Kjartansstöðum og Vák frá Vatnsenda og verður gaman að sjá hvað kemur út úr því næsta vor. En Taktík fór aftur undir Sæ og verður gaman að sjá hvort við fáum ekki þriðja gæðinginn undan þeim og kannski bara hryssu í þetta sinn. Verona frá Árbæ fór undir Thór Stein og verður spennandi að sjá hvort við fáum ekki eitthvað spennandi þar.
Hljómur í flottan byggingardóm
Hljómur frá Ólafsbergi fór í byggingadóm á Sörlastöðum í vor. Hljómur fæddur 2011 og er undan Taktík okkar og Sæ frá Bakkakoti og er því albróðir Tóns frá Ólafsbergi.
Hann hlaut í aðaleinkunn fyrir sköpulag 8,31 sem skiptist eftirfarandi:
Höfuð 7,0
Háls/herðar/bógar 8.5
Bak og lend 9,0
Samræmi 9,0
Fótagerð 8,0
Réttleiki 7.5
Hófar 8.5
Prúðleiki 7,0
Hljómur er mjög lofandi og er stefna tekin með hann í fullnaðardóm næsta vor.
Hann hlaut í aðaleinkunn fyrir sköpulag 8,31 sem skiptist eftirfarandi:
Höfuð 7,0
Háls/herðar/bógar 8.5
Bak og lend 9,0
Samræmi 9,0
Fótagerð 8,0
Réttleiki 7.5
Hófar 8.5
Prúðleiki 7,0
Hljómur er mjög lofandi og er stefna tekin með hann í fullnaðardóm næsta vor.
Prinsinn fæddur
Það ríkti mikil gleði á heimilinu þegar við fengum þau tíðindi að Taktík væri köstuð. En hún eignaðist brúnan hest 16. maí. Hann hefur hlotið nafnið Ögri frá Ólafsbergi.
Faðir Örra er Orri frá Þúfu þannig að eftirvæntingin var mikil og brunað austur um leið og vinnu var lokið þann daginn. Hann lofar góðu með flottar hreyfingar og fallega byggður. Hefðum nú kannski verið enn ánægðari ef við hefðum fengið prinsessu en lítið við því að gera og erum alsæl með prinsinn.
Faðir Örra er Orri frá Þúfu þannig að eftirvæntingin var mikil og brunað austur um leið og vinnu var lokið þann daginn. Hann lofar góðu með flottar hreyfingar og fallega byggður. Hefðum nú kannski verið enn ánægðari ef við hefðum fengið prinsessu en lítið við því að gera og erum alsæl með prinsinn.
Hryssur í stóðhesta
Orri frá Þúfu, 26 vetra gamall
Þessa dagana erum við á fullu að koma hryssunum okkar undir stóðhesta. Fyrst til að fara að heiman var aðal drottiningin á heimilinu hún Taktík en hún fór til Orra frá Þúfu og okkur til mikillar ánægju er búið að staðfesta fyl í henni.
Mist frá Þverholtum er farin undir Glym frá Leiðólfsstöðum. En Glymur er fæddur 2006 og er undan Álfi frá Selfossi (ae. 8,46) og Sólvá frá Akureyri. En Glymur er hæst dæmdi Álfssonurinn og hlaut 8,35 í aðaleinkunn í vor sem skiptist í 8,28 fyrir sköpulag og 8,40 fyrir hæfileika.
Dúfa frá Arnarhóli er komin undir Arð frá Brautarholti. Arður er fæddur 2001 og er undan Orra frá Þúfu (ae. 8,34) og Öskju frá Miðsitju (ae. 8,16). Arður er með 8,49 í aðaleinkunn í kynbótadómi sem skiptist í 8,34 fyrir sköpulag og 8,60 fyrir hæfileika. En töltdívan Díva frá Álfhólum er m.a. undan Arði.
Brella frá Leirubakka er hjá Viktori frá Ólafsbergi sem er fæddur 2009 og er undan Vilmundi frá Feti (ae. 8,56) og Ófeigsdótturinni, Framtíð frá Ólafsbergi.
Glóey frá Tannstaðabakka fór undir Töfra frá Kjartansstöðum (ae. 8,45). Töfri er undan Óði frá Brún (ae. 8,34) og gæðingamóðurinni Ternu frá Kirkjubæ (ae. 7,92).
Gaman að því þegar ættir hestanna sem við notuðum í sumar eru skoðaðar þá eru þeir allir tengdir Orra nema Töfri þ.e. Arður og Vilmundur eru synir hans og Glymur er sonarsonur hans.
Mist frá Þverholtum er farin undir Glym frá Leiðólfsstöðum. En Glymur er fæddur 2006 og er undan Álfi frá Selfossi (ae. 8,46) og Sólvá frá Akureyri. En Glymur er hæst dæmdi Álfssonurinn og hlaut 8,35 í aðaleinkunn í vor sem skiptist í 8,28 fyrir sköpulag og 8,40 fyrir hæfileika.
Dúfa frá Arnarhóli er komin undir Arð frá Brautarholti. Arður er fæddur 2001 og er undan Orra frá Þúfu (ae. 8,34) og Öskju frá Miðsitju (ae. 8,16). Arður er með 8,49 í aðaleinkunn í kynbótadómi sem skiptist í 8,34 fyrir sköpulag og 8,60 fyrir hæfileika. En töltdívan Díva frá Álfhólum er m.a. undan Arði.
Brella frá Leirubakka er hjá Viktori frá Ólafsbergi sem er fæddur 2009 og er undan Vilmundi frá Feti (ae. 8,56) og Ófeigsdótturinni, Framtíð frá Ólafsbergi.
Glóey frá Tannstaðabakka fór undir Töfra frá Kjartansstöðum (ae. 8,45). Töfri er undan Óði frá Brún (ae. 8,34) og gæðingamóðurinni Ternu frá Kirkjubæ (ae. 7,92).
Gaman að því þegar ættir hestanna sem við notuðum í sumar eru skoðaðar þá eru þeir allir tengdir Orra nema Töfri þ.e. Arður og Vilmundur eru synir hans og Glymur er sonarsonur hans.
Folöldin fæðast
Korgssonurinn
Þá eru allar hryssur kastaðar hjá okkur og erum við mjög sátt með útkomuna. Við fengum þrjú folöld undan Taktálfi frá Ólafsbergi sem eru undan Taktík okkar og Álfi frá Selfossi og svo eitt undan Korgi frá Ingólfshvoli.
Fyrst til að kasta var Mist frá Þverholtum en undan henni og Taktálfi fengum við brúnskjótta hryssu. Næst kom á eftir henni Dúfa með brúntvístjörnóttan hest einnig undan Taktálfi. Þá var röðin komin að xxx frá Höfða en undan henni og Korgi fengum við skrautlegan hest. En hann er brúntvístjörnóttur, sokkóttur á annari afturlöpp og leistóttur á hinni og báðum framlöppum, glaseygður á öðru auganu og með vagl í hinu. Síðust í röðinni var hún Brella frá Leirubakka en undan henni og Taktálfi fengum við brúna hryssu.
Fyrst til að kasta var Mist frá Þverholtum en undan henni og Taktálfi fengum við brúnskjótta hryssu. Næst kom á eftir henni Dúfa með brúntvístjörnóttan hest einnig undan Taktálfi. Þá var röðin komin að xxx frá Höfða en undan henni og Korgi fengum við skrautlegan hest. En hann er brúntvístjörnóttur, sokkóttur á annari afturlöpp og leistóttur á hinni og báðum framlöppum, glaseygður á öðru auganu og með vagl í hinu. Síðust í röðinni var hún Brella frá Leirubakka en undan henni og Taktálfi fengum við brúna hryssu.
Chase rétt ókominn
Nú styttist í aðra fjölgun hjá fjölskyldunni en það er hann Chase sem er staddur í Hrísey núna. Hann kom til landsins um mánaðamótin og kemur til okkar 1. mars. Chase er úr Thornapple ræktuninni eins og Reese en ræktunarnafnið hans er "Thornapple Good To Go".
Hann er fæddur 15. janúar 2008 og er því nýorðinn 4 ára gamall. Faðir hans er Ch Thornapple Single Barrel og móðir hans er Thornapple Freeze Frame. Ræktendur hans eru Lisa Penton, Amy Garrison og Ellen Brandenburg.
Chase er stórglæsilegur hundur og verið að standa sig mjög vel á sýningum í Bandaríkjunum og er hann amerískur meistari.
Með komu Chase til landsins verður margt um manninn á heimilinu þar til hvolparnir fara að týnast til nýrra heimkynna.
Hann er fæddur 15. janúar 2008 og er því nýorðinn 4 ára gamall. Faðir hans er Ch Thornapple Single Barrel og móðir hans er Thornapple Freeze Frame. Ræktendur hans eru Lisa Penton, Amy Garrison og Ellen Brandenburg.
Chase er stórglæsilegur hundur og verið að standa sig mjög vel á sýningum í Bandaríkjunum og er hann amerískur meistari.
Með komu Chase til landsins verður margt um manninn á heimilinu þar til hvolparnir fara að týnast til nýrra heimkynna.
8 hvolpar fæddir
Þá er Reese búin að eignast hvolpana sína og gekk allt ljómandi vel. Búið var að staðfesta lágmark 5 hvolpa í henni en raunin varð 8 hvolpar að kvöldi 2. febrúar, fallegur fæðingardagur sem þeir eiga 02.02.12.
Eins og áður sagði komu 8 hvolpar í heiminn og var kynjaskiptingin jöfn, 4 tíkur og 4 rakkar. Jafnréttið í litasamsetningu var ekki alveg jafnt en samsetningin var þannig að það voru 2 blue merle rakkar, 2 black tri rakkar, 1 blue merle tík og 3 black tri tíkur.
Á meðfylgjandi mynd má sjá stolta móður fæða börnin sín en Reese stendur sig einstaklega vel í móðurhlutverkinu. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um Reese og hvolpana hér.
Eins og áður sagði komu 8 hvolpar í heiminn og var kynjaskiptingin jöfn, 4 tíkur og 4 rakkar. Jafnréttið í litasamsetningu var ekki alveg jafnt en samsetningin var þannig að það voru 2 blue merle rakkar, 2 black tri rakkar, 1 blue merle tík og 3 black tri tíkur.
Á meðfylgjandi mynd má sjá stolta móður fæða börnin sín en Reese stendur sig einstaklega vel í móðurhlutverkinu. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um Reese og hvolpana hér.
Reese hvolpafull
Í byrjun febrúar mun hún Reese okkar fara í nýtt hlutverk en þá verður hún mamma. Hún var sónarskoðuð í síðustu viku og fengum við það staðfest að það eru lágmark 5 hvolpar í henni.
Faðirinn er ekki af verri endanum en hann er hinn stórglæsilegi Þengill "Heimsenda Öskur Íllur" en hann er í eigu Kristínar H Friðriksdóttur. Hann er undan Tinna "Bayshores Tin Soldier" og hinni stórættuðu Meryl "Bayshore The Devil Wears Prada"
Þengill verður tveggja ára í lok mars og hefur honum gengið vel í sýningum og var hann m.a. valinn besti hvolpur tegundar 4 - 6 mánaða og svo aftur besti hvolpur tegundar 6 - 9 mánaða.
Hvolparnir ættu að fæðast á bilinu 5. - 10. febrúar og er ekki laust við að það sé að byrja að myndast spenna á heimilinu. Þeim sem hafa áhuga á kaupa hvolp bendum við á að hafa samband við okkur.
Faðirinn er ekki af verri endanum en hann er hinn stórglæsilegi Þengill "Heimsenda Öskur Íllur" en hann er í eigu Kristínar H Friðriksdóttur. Hann er undan Tinna "Bayshores Tin Soldier" og hinni stórættuðu Meryl "Bayshore The Devil Wears Prada"
Þengill verður tveggja ára í lok mars og hefur honum gengið vel í sýningum og var hann m.a. valinn besti hvolpur tegundar 4 - 6 mánaða og svo aftur besti hvolpur tegundar 6 - 9 mánaða.
Hvolparnir ættu að fæðast á bilinu 5. - 10. febrúar og er ekki laust við að það sé að byrja að myndast spenna á heimilinu. Þeim sem hafa áhuga á kaupa hvolp bendum við á að hafa samband við okkur.
Brella og Dúfa fylfullar
Í dag voru þær Brella og Dúfa sónaðar en þær voru hjá Taktálfi í sumar og voru þær báðar staðfestar með fyli. Fylin voru orðin nokkuð gömul enda kominn nóvember.
En þær eru sem sagt báðar fylfullar með 3 - 3 1/2 mánaðar gömul fyl þannig að gera má ráð fyrir að þær kasti undir mánaðamótin júní / júlí. Gaman verður að sjá hver útkoman verður næsta sumar en ætla má að bæði afkvæmin ættu að geta hreyft sig vel og orðið stórglæsileg. Þar sem miklar fótahreyfingar og glæsileiki einkennir Taktálf og báðar hryssurnar.
Til gamans má geta þess að Taktálfur er nú kominn á hús í Reykjavík og verður byrjað að temja hann á næstu dögum og verður spennandi að fylgjast með framgangi hans í vetur.
En þær eru sem sagt báðar fylfullar með 3 - 3 1/2 mánaðar gömul fyl þannig að gera má ráð fyrir að þær kasti undir mánaðamótin júní / júlí. Gaman verður að sjá hver útkoman verður næsta sumar en ætla má að bæði afkvæmin ættu að geta hreyft sig vel og orðið stórglæsileg. Þar sem miklar fótahreyfingar og glæsileiki einkennir Taktálf og báðar hryssurnar.
Til gamans má geta þess að Taktálfur er nú kominn á hús í Reykjavík og verður byrjað að temja hann á næstu dögum og verður spennandi að fylgjast með framgangi hans í vetur.
Albróðir fæddur
Það ríkti mikil spenna á heimilinu þegar þær fréttir bárust að Taktík væri köstuð. En hún var fylfull við Sæ frá Bakkakoti og því von á alsystkini Tóns. Æðsta óskin var að það kæmi hryssa og var eftirvæntingin orðin mikil.
En viti menn það kom hestur og fékk Tónn því albróðir en það eru 10 ár á milli þeirra bræðra. Hann er gullfallegur og hreyfingamikill þannig að það gleymdist fljótt að við vonuðumst eftir hryssu. Prinsinn hefur fengið nafnið Hljómur.
Taktík er nú komin til Blysfara frá Fremra-Hálsi. Blysfari er fæddur 2005 og hlaut 8,49 í aðaleinkunn nú í sumar sem skiptist í 8,08 fyrir sköpulag og 8,77 fyrir hæfileika. Hann er undan Arði frá Brautarholti (ae. 8,49) og Frigg frá Fremra-Hálsi (ae. 8,11).
En viti menn það kom hestur og fékk Tónn því albróðir en það eru 10 ár á milli þeirra bræðra. Hann er gullfallegur og hreyfingamikill þannig að það gleymdist fljótt að við vonuðumst eftir hryssu. Prinsinn hefur fengið nafnið Hljómur.
Taktík er nú komin til Blysfara frá Fremra-Hálsi. Blysfari er fæddur 2005 og hlaut 8,49 í aðaleinkunn nú í sumar sem skiptist í 8,08 fyrir sköpulag og 8,77 fyrir hæfileika. Hann er undan Arði frá Brautarholti (ae. 8,49) og Frigg frá Fremra-Hálsi (ae. 8,11).
Og enn fjölgar
Og enn fjölgar þeim drottningunum hjá okkur. Sú nýjasta heitir Brella frá Leirubakka. Brella er fædd 2003 eins og Dúfa. Faðir hennar er Meiður frá Miðsitju sem var undan Toppi frá Eyjólfsstöðum og gæðingamóðurinni Kröflu frá Miðsitju. Móðir Brellu er Ríma frá Innri-Skeljabrekku.
Brella eins og Dúfa er stórglæsileg klárhryssa með miklar hreyfingar og skemmtilegan vilja. Hún er einnig mjög gæf. Við fórum líka með hana undir Taktálf og verður gaman að sjá hvað kemur út úr því að ári.
Nánari upplýsingar og fleiri myndir af Brellu er hægt að finna undir Önnur hross.
Brella eins og Dúfa er stórglæsileg klárhryssa með miklar hreyfingar og skemmtilegan vilja. Hún er einnig mjög gæf. Við fórum líka með hana undir Taktálf og verður gaman að sjá hvað kemur út úr því að ári.
Nánari upplýsingar og fleiri myndir af Brellu er hægt að finna undir Önnur hross.
Ný drottning í hópinn
Á dögunum fjölgaði í hryssuhópnum hjá okkur. En nýja drottningin heitir Dúfa frá Arnarhóli. Dúfa er fædd 2003 og er undan Orrasyninum Brimi frá Þúfu og Donnu frá Arnarhóli.
Dúfa er stórglæsileg klárhryssa með miklar hreyfingar og góðan vilja. Hún hefur frábært geðslag og fór hún nánast beint undir Taktálf eftir að við fengum hana og er hún vonandi við það að verða fylfull ef hún er það ekki nú þegar.
Nánari upplýsingar og fleiri myndir af Dúfu er hægt að finna undir Önnur hross.
Dúfa er stórglæsileg klárhryssa með miklar hreyfingar og góðan vilja. Hún hefur frábært geðslag og fór hún nánast beint undir Taktálf eftir að við fengum hana og er hún vonandi við það að verða fylfull ef hún er það ekki nú þegar.
Nánari upplýsingar og fleiri myndir af Dúfu er hægt að finna undir Önnur hross.
Sónað undan Taktálfi
Seinni partinn í júlí var haldið í Kaldárholt til að sóna undan stóðhestefninu Taktálfi frá Ólafsbergi en eins og nafnið gefur til kynna er hann undan Taktík og Álfi frá frá Selfossi. Hjá honum voru 17 hryssur búnar að vera í 3-5 vikur og voru menn spenntir að sjá útkomuna.
Hún var bara nokkuð góð og voru 7 hryssur staðfestar með fyli og hinar settar aftur út með honum. Nokkrar voru í látum eða ný gengnar þannig að spennandi verður að sjá útkomuna þegar sónað verður næst.
Hún var bara nokkuð góð og voru 7 hryssur staðfestar með fyli og hinar settar aftur út með honum. Nokkrar voru í látum eða ný gengnar þannig að spennandi verður að sjá útkomuna þegar sónað verður næst.
Fréttir af Tóni
Tónn frá Ólafsbergi er sennilega þekktasti hesturinn úr okkar ræktun en hann varð Íslandsmeistari í fimmgangi 2009 og fulltrúi Íslands á HM í Sviss sama ár. Knapi hans þá var Daníel Jónsson og höfnuðu þeir í fjórða sæti í fimmgangi á HM.
Tónn er elsta afkvæmi Taktíkar en hann er undan Sæ frá Bakkakoti. Eigandi Tóns í dag er Micael Lennartz og er Tónn staðsettur í Danmörku. Þjálfari Tóns í dag er Trine Risvang en hann kom til hennar í fyrra og sendi hún okkur nokkrar myndir af þeim saman. Trine lætur vel af honum og segir að samstarf þeirra gangi mjög vel. Fleiri myndir af þeim saman eru á myndasíðunni.
Tónn er elsta afkvæmi Taktíkar en hann er undan Sæ frá Bakkakoti. Eigandi Tóns í dag er Micael Lennartz og er Tónn staðsettur í Danmörku. Þjálfari Tóns í dag er Trine Risvang en hann kom til hennar í fyrra og sendi hún okkur nokkrar myndir af þeim saman. Trine lætur vel af honum og segir að samstarf þeirra gangi mjög vel. Fleiri myndir af þeim saman eru á myndasíðunni.
Sumarið er tíminn
Það er ekki bara veðurblíðan sem gerir sumarið heillandi. Því það er helsti tími okkar ræktenda þar sem líf kviknar, merum er haldið undir stóðhesta og hross koma fram á sýningum.
Í ár fáum við þrjú folöld og eru tvö þeirra þegar fædd. Það fyrra sem fæddist fórst því miður, hryssa undan Steinbrá og Vísi frá Hávarsstöðum en hann er undan Rólex frá Ólafsbergi og Melódíu frá Meðalfelli.
En seinna folaldið sem fætt er í ár er brúnn hestur, Blævar frá Ólafsbergi, undan Ósk frá Ólafsbergi og Byr frá Mykjunesi 2. Byr er undan Kjarki frá Egilsstaðabæ og Dögg frá Dalbæ. Hann er fæddur 2005 og hlaut 8,29 í aðaleinkunn í kynbótadómi í vor. Einkunnir hans skiptast í 8,46 fyrir sköpulag (7,5-9,0-8,0-8,5-8,0-8,5-8,5-9,0) og 8,18 fyrir hæfileika (9,0-8,0-7,0-8,0-8,5-8,5-7,0). Blævar er með svanaháls, háfættur, með miklar hreyfingar og fer á öllum gangi. Gaman verður að fylgjast með honum í framtíðinni.
Eitt folald á eftir að fæðast og er beðið eftir því með eftirvæntingu en það er undan Taktík og Sæ frá Bakkakoti s.s. alsystkini Tóns. Taktíkt fyljaðist seint í fyrra og má gera ráð fyrir að hún kasti öðru hvoru megin við mánaðamótin júlí-ágúst.
Í ár fáum við þrjú folöld og eru tvö þeirra þegar fædd. Það fyrra sem fæddist fórst því miður, hryssa undan Steinbrá og Vísi frá Hávarsstöðum en hann er undan Rólex frá Ólafsbergi og Melódíu frá Meðalfelli.
En seinna folaldið sem fætt er í ár er brúnn hestur, Blævar frá Ólafsbergi, undan Ósk frá Ólafsbergi og Byr frá Mykjunesi 2. Byr er undan Kjarki frá Egilsstaðabæ og Dögg frá Dalbæ. Hann er fæddur 2005 og hlaut 8,29 í aðaleinkunn í kynbótadómi í vor. Einkunnir hans skiptast í 8,46 fyrir sköpulag (7,5-9,0-8,0-8,5-8,0-8,5-8,5-9,0) og 8,18 fyrir hæfileika (9,0-8,0-7,0-8,0-8,5-8,5-7,0). Blævar er með svanaháls, háfættur, með miklar hreyfingar og fer á öllum gangi. Gaman verður að fylgjast með honum í framtíðinni.
Eitt folald á eftir að fæðast og er beðið eftir því með eftirvæntingu en það er undan Taktík og Sæ frá Bakkakoti s.s. alsystkini Tóns. Taktíkt fyljaðist seint í fyrra og má gera ráð fyrir að hún kasti öðru hvoru megin við mánaðamótin júlí-ágúst.
Kaldárholt í veðurblíðunni
Eins og gefur að skilja er Ólafsberg ræktunarnafn þar sem við erum búsett í Reykjavík. Við erum með aðstöðu fyrir hrossin okkar í Holta- og Landsveit nánar tiltekið Kaldárholti en bústýra þar er hún Gunna vinkona okkar. Það er frábært fyrir okkur að geta haft hrossin hjá henni því hún lítur reglulega eftir þeim og lætur vita ef eitthvað er að eða ef fjölgun hefur orðið í hópnum.
En þrátt fyrir að Gunna líti reglulega eftir hrossunum er ýmislegt sem þarf að gera reglulega eins og að klippa hófa og gefa ormalyf. Við fórum einmitt í þannig leiðangur í blíðunni á dögunum. Á meðfylgjandi mynd er Huginn Elí frændi að gefa trippunum smá góðgæti.
En þrátt fyrir að Gunna líti reglulega eftir hrossunum er ýmislegt sem þarf að gera reglulega eins og að klippa hófa og gefa ormalyf. Við fórum einmitt í þannig leiðangur í blíðunni á dögunum. Á meðfylgjandi mynd er Huginn Elí frændi að gefa trippunum smá góðgæti.
Afkvæmi Kalmanns
Það er alltaf gaman að fylgjast með hrossum úr eigin ræktun eftir að þau eru komin í hendurnar á nýjum eigendum. Við búum svo vel að fá reglulega fréttir af hrossum úr okkar eigu.
Kalmann frá Ólafsbergi er stóðhestur úr okkar ræktun sem er staðsettur í Austurríki. Hann er undan Kolfinni frá Kjarnholtum I og Taktík okkar. Eigandi hans er Veronika Steyrer og fengum við sendan heilan helling af myndum frá móðir hennar um daginn. Bæði myndum af Kalmanni og afkvæmum hans.
Meðfylgjandi mynd er af Sædísi frá Steirastöðum en hún er undan Sveðju frá Sólheimum. En Sveðja er undan Gamm frá Steinnesi og Pæju frá Ólafsvík.
Kalmann frá Ólafsbergi er stóðhestur úr okkar ræktun sem er staðsettur í Austurríki. Hann er undan Kolfinni frá Kjarnholtum I og Taktík okkar. Eigandi hans er Veronika Steyrer og fengum við sendan heilan helling af myndum frá móðir hennar um daginn. Bæði myndum af Kalmanni og afkvæmum hans.
Meðfylgjandi mynd er af Sædísi frá Steirastöðum en hún er undan Sveðju frá Sólheimum. En Sveðja er undan Gamm frá Steinnesi og Pæju frá Ólafsvík.