Víkur Ræktunin - Australian Shepherd
Við ræktun ekki eingöngu hross heldur eigum við og ræktum Australian Shepherd hunda og eru allir hundar úr okkar ræktun skráðir hjá HRFÍ. Og getum við með stolti sagt frá því að við ræktuðum og/eða eigum stigahæsta hund tegundar hjá Hundaræktarfélagi Íslands árin 2013 - 2018 ásamt því að hafa átt stigahæsta öldung Fjár- og hjarðhundadeildar árin 2016 og 2017. Jafnframt eru 3 af 4 íslenskt ræktuðum alþjóðlegum meisturum innan tegundar ræktaðir af okkur.
Australian Shepherd er falleg tegund af fjárhundakyni með áberandi og óvenjulega fjölbreytta liti. Hver hundur hefur einstakt feldmynstur og þeir eru með ýmsa augnliti. Grunnlitirnir á feldinum eru fjórir: svartur, rauður, rauðyrjóttur og bláyrjóttur (merle). Hvítt má vera sem blesa, á fótum, brjósti og á kraga. Tan (gulur) má vera á vanga hundsins, hluta af fótum og undir skotti. Þeir hafa þrjár mismundandi lengdir á skotti þ.e. eðlilega lengd, þeir hafa einnig erfðir til þess að fæðast skottlausir og eins eru til að sumir séu með mislangt skott. Skottstýfingar eru gerðar á hvolpum innan við þriggja daga í Bandaríkjunum og öðrum löndum þar sem skottstýfingar eru leyfðar. Feldur Aussie er miðlungs síður. Lengd og þykkt feldsins er getur verið mismunandi. Austalian shepherd þarf reglulega feldhyrðu. Hæð Aussie er frá 46 - 58 cm. Áberandi stærðarmunur er á rakka og tík. Algengt er að þeir nía 12 - 15 ára aldri.
Þrátt fyrir nafnið er kynið upprunalega frá Bandaríkjum. Aussie er af Collie ætt mjög líklega með blöndun úr öðrum fjárhundategundum. Ættir Aussie eru raktar til Baskahéraða Frakklands og Spánar. Tegundin hefur vera ræktuð frá byrjun 20. aldar. Nafn tegundarinnar festist við þá því ástralskir kúrekar notuðu þá sem vinnuhunda í Bandaríkjunum um miðja 19. öld en uppruni tegundarinnar er samt sem áður ráðgáta. Fyrsti hundurinn af þessari tegund var fluttur til Íslands í október 2003 frá Bandaríkjunum. Um miðjan júní 2005 fæddist svo fyrsta Australian Shepherd gotið á Íslandi.
Aussie er kraftmikill, fjörugur og greindur hundur sem er ánægðastur þegar hann er með eiganda sínum. Australian Shepherd er einlæg, blíð og góð tegund sem er trygg eiganda sínum og fjölskyldu. Hann getur haft varðhundaeðli og er tilbúin að verja fjölskyldu sína af hugrekki. Hann á yfirleitt gott með að umgangast aðra hunda og önnur gæludýr. Hann á gott með að læra og er duglegur vinnuhundur. Hann er klár, minnugur og elskar að leika sér. Hann er góður smalahundur og hefur unun af leikjum og þrautum og er því skemmtileg tegund til að kenna ýmsar þrautir. Australian shepherd er góður smalahundur jafn á nautgripi/fé eða smádýr t.d kanínur og endur. Hann er mjög hlýðinn og hefur oft verið þjálfaður sem leitar- og björgunarhundur.
Australian Shepherd tilheyrir Fjár- og hjarðhundadeild HRFÍ og er sýndur í tegundarhópi 1 á sýningum félagsins.
Allar nánari upplýsingar um hundana er að finna á heimasíðu okkar www.vikurkennel.com, í síma 894 6611 ( Maríanna) eða í gegnum tölvupóst [email protected].
Australian Shepherd er falleg tegund af fjárhundakyni með áberandi og óvenjulega fjölbreytta liti. Hver hundur hefur einstakt feldmynstur og þeir eru með ýmsa augnliti. Grunnlitirnir á feldinum eru fjórir: svartur, rauður, rauðyrjóttur og bláyrjóttur (merle). Hvítt má vera sem blesa, á fótum, brjósti og á kraga. Tan (gulur) má vera á vanga hundsins, hluta af fótum og undir skotti. Þeir hafa þrjár mismundandi lengdir á skotti þ.e. eðlilega lengd, þeir hafa einnig erfðir til þess að fæðast skottlausir og eins eru til að sumir séu með mislangt skott. Skottstýfingar eru gerðar á hvolpum innan við þriggja daga í Bandaríkjunum og öðrum löndum þar sem skottstýfingar eru leyfðar. Feldur Aussie er miðlungs síður. Lengd og þykkt feldsins er getur verið mismunandi. Austalian shepherd þarf reglulega feldhyrðu. Hæð Aussie er frá 46 - 58 cm. Áberandi stærðarmunur er á rakka og tík. Algengt er að þeir nía 12 - 15 ára aldri.
Þrátt fyrir nafnið er kynið upprunalega frá Bandaríkjum. Aussie er af Collie ætt mjög líklega með blöndun úr öðrum fjárhundategundum. Ættir Aussie eru raktar til Baskahéraða Frakklands og Spánar. Tegundin hefur vera ræktuð frá byrjun 20. aldar. Nafn tegundarinnar festist við þá því ástralskir kúrekar notuðu þá sem vinnuhunda í Bandaríkjunum um miðja 19. öld en uppruni tegundarinnar er samt sem áður ráðgáta. Fyrsti hundurinn af þessari tegund var fluttur til Íslands í október 2003 frá Bandaríkjunum. Um miðjan júní 2005 fæddist svo fyrsta Australian Shepherd gotið á Íslandi.
Aussie er kraftmikill, fjörugur og greindur hundur sem er ánægðastur þegar hann er með eiganda sínum. Australian Shepherd er einlæg, blíð og góð tegund sem er trygg eiganda sínum og fjölskyldu. Hann getur haft varðhundaeðli og er tilbúin að verja fjölskyldu sína af hugrekki. Hann á yfirleitt gott með að umgangast aðra hunda og önnur gæludýr. Hann á gott með að læra og er duglegur vinnuhundur. Hann er klár, minnugur og elskar að leika sér. Hann er góður smalahundur og hefur unun af leikjum og þrautum og er því skemmtileg tegund til að kenna ýmsar þrautir. Australian shepherd er góður smalahundur jafn á nautgripi/fé eða smádýr t.d kanínur og endur. Hann er mjög hlýðinn og hefur oft verið þjálfaður sem leitar- og björgunarhundur.
Australian Shepherd tilheyrir Fjár- og hjarðhundadeild HRFÍ og er sýndur í tegundarhópi 1 á sýningum félagsins.
Allar nánari upplýsingar um hundana er að finna á heimasíðu okkar www.vikurkennel.com, í síma 894 6611 ( Maríanna) eða í gegnum tölvupóst [email protected].